Andlát: Ingvar Jónasson

Ingvar Jónasson.
Ingvar Jónasson.

Ingvar Jónasson, víóluleikari, lést á Landakotsspítla á jóladag, 25. desember, 87 ára að aldri.

Ingvar fæddist á Ísafirði 13. október 1927. Hann starfaði með Sinfóníuhljómsveit Íslands frá því hún var stofnuð árið 1950 til 1972 að frátöldum tveggja ára námstíma í Austurríki. Árið 1972 fluttist Ingvar til Svíþjóðar og lék þá með sinfóníuhljómsveitinni í Malmö. Var þar til 1983 en réðst þá til Konunglegu óperunnar í Stokkhólmi og var þar til 1989. Flutti Ingvar þá aftur til Íslands og starfaði með Sinfóníuhljómsveit Íslands til starfsloka.

Ingvar kenndi við Tónlistarskóla Reykjavíkur til fjölda ára og síðar við tónlistarháskólana í Malmö og Gautaborg til ársins 1983. Starfaði hann mikið með kammersveitum, stærri og minni, kom til Íslands með sænska listamenn og var ötull við kynningu á íslenskum tónskáldum í Svíþjóð. Í Svíþjóð annaðist hann kennslu á ýmsum námskeiðum.

Stuttu eftir heimkomuna frá Svíþjóð, árið 1989, stofnaði Ingvar Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og stjórnaði henni lengi. Eftirlifandi kona Ingvars er Stella Margrét Sigurjónsdóttir og eignuðust þau þrjú börn; Sigurjón Ragnar, Vigfús og Önnu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert