Gera eskimóasnjóhús en krakkarnir í tölvunni

Bræðurnir Valtýr og Jóhann, t.v., standa stoltir við snjóhúsið ásamt …
Bræðurnir Valtýr og Jóhann, t.v., standa stoltir við snjóhúsið ásamt Jan Getz Jóhannssyni. Ljósmynd/Jóhann Ágúst Sigurðsson

„Við erum aldir upp við þetta á Siglufirði og það var ægilegt sport að gera svona hús á sínum tíma.“

Þetta segir Jóhann Ágúst Sigurðsson, sem ásamt Linn Okkenhaug Getz, Jan Getz og Valtý, bróður sínum, reisti svonefnt Igloo-snjóhús að hætti eskimóa í garðinum við sumarhús fjölskyldna þeirra Valtýs.

„Það þarf að halla húsinu smám saman þannig að kögglarnir endi saman í kúlu. Snjórinn þarf að vera nokkuð þéttur svo hægt sé að stinga þá og þarf að límast vel,“ segir Jóhann. „Við erum að reyna að halda við hefðinni en krakkarnir nenna þessu ekki núorðið. Eru bara í tölvum og leikjum,“ segir Valtýr í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert