Hálka á Hellisheiði

Hálka er á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum og hálka eða snjóþekja á flestum öðrum leiðum á Suður- og Suðvesturlandi. Þæfingsfærð  er þó í Grafningi og á Þingskálavegi en þungfært efst á Skeiðavegi og Landvegi.

Það er hálka eða snjóþekja á velflestum vegum á Vesturlandi.

Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja og éljagangur mjög víða.

Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja á velflestum vegum og snjókoma eða éljagangur mjög víða. Þungfært er á Hólasandi.

Á Austurlandi er snjóþekja, hálka og éljagangur á flestum vegum. Ófært er á Vatnsskarði eystra. Þungfært er á Hróarstunguvegi en þæfingur á Borgarfjarðarvegi frá Eiðum að Unaós.

Á Suðausturlandi er hálka og skafrenningur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert