Hátíð ljóss og friðar í myrkri

Erla Jóhannsdóttir.
Erla Jóhannsdóttir.

Íslenska skammdegið getur verið erfitt til lengdar og þrátt fyrir nýafstaðnar vetrarsólstöður er enn langt í almennilegar sólarstundir.

Fæstir landsmenn hafa þó upplifað skammdegið eins og Erla Jóhannsdóttir en hún hefur ekki séð sólina síðan 11. nóvember.

„Ég flutti til Svalbarða til að búa með kærastanum mínum en hann rekur fyrirtæki hérna sem sérhæfir sig í kvikmyndatöku fyrir ævintýramenn, sjónvarpsstöðvar og ferðaþjónustu. Frá því að ég kom til Svalbarða 11. nóvember hef ég ekki séð sólina því hér er myrkur fram í miðjan ferbrúar,“ segir Erla í samtali í Morgunblaðinu í dag, en hún starfar á hóteli rétt utan við bæinn Longyearbyen.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert