Norðmenn bjóða betri kjör

Íslenskir hjúkrunarfræðingar fá hærri laun í Noregi og Svíþjóð.
Íslenskir hjúkrunarfræðingar fá hærri laun í Noregi og Svíþjóð. mbl.is/Golli

Dæmi eru um að hjúkrunarfræðingar hér á landi fái atvinnutilboð frá norskum fyrirtækjum í sms-skilaboðum.

Þá er líka hringt í hjúkrunarfræðinga og þeim sendir tölvupóstar með atvinnutilboðum oft á dag, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að hann fái að lágmarki fimm tölvupósta á dag með atvinnutilboðum. Þá segir hann hundruð hjúkrunarfræðinga hafa leyfi til að starfa í Noregi og hafi þeim fjölgað verulega árið 2011.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert