Vigdís kom einnig til greina

Eygló Harðardóttir, Sigrún Magnúsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Eygló Harðardóttir, Sigrún Magnúsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sagði eftir þingflokksfund Framsóknarflokks í Alþingishúsinu síðdegis að hann hefði rætt við Vigdísi Hauksdóttur í aðdraganda valsins á nýjum umhverfis- og auðlindaráðherra. Vigdís hafi á fundi þeirra að fyrra bragði mælt með Sigrúnu Magnúsdóttur.

Sigmundur sagði að margir öflugir þingmenn væru í þingflokki Framsóknarflokksins og gætu leyst það verkefni að vera ráðherra. Að þessu sinni hafi hann lagt það til við þingflokk Framsóknarflokksins að Sigrún Magnúsdóttir yrði næsti ráðherra og það hafi verið samþykkt samhljóða.

Skipun hennar verður staðfest á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í fyrramálið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert