Árni Múli ráðgjafi Bjartrar framtíðar

Árni Múli Jónasson.
Árni Múli Jónasson.

Árni Múli Jónasson hefur verið ráðinn pólitískur ráðgjafi þingflokks Bjartrar framtíðar og aðstoðarmaður formanns flokksins.

„Hann er hokinn af reynslu, lögfræðingur og hefur m.a. starfað sem fiskistofustjóri og bæjarstjóri á Akranesi og hjá umboðsmanni Alþingis,“ segir í fréttatilkynningu.

Hann hefur sérhæft sig í mannréttindalögfræði og hefur unnið að þeim málum í stjórn Íslandsdeildar Amnesty International og hjá Rauða krossi Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert