Aukin tíðni einkenna í öndunarfærum í kjölfar eldgossins

Áhrifa eldgossins á heilsufar Sunnlendinga gætir enn.
Áhrifa eldgossins á heilsufar Sunnlendinga gætir enn. mbl.is/Golli

Fyrstu niðurstöður nýrrar rannsóknar á langtímaáhrifum eldgossins í Eyjafjallajökli árið 2010 benda til þess að gosið hafi haft áhrif á tíðni einkenna í öndunarfærum á Suðurlandi, og að áhrif gossins verði meiri eftir því sem nær dragi upptökum þess.

Í rannsókninni, sem byggist á meistaraverkefni Heiðrúnar Hlöðversdóttur í lýðheilsuvísindum, var könnun á heilsufari fólks á Suðurlandi borin saman við niðurstöður svipaðrar rannsóknar sem gerð var stuttu eftir að eldgosinu lauk.

Heiðrún segir í viðtali við Morgunblaðið að áhrif gossins séu enn að koma fram. Hún segir það athyglisvert hversu lengi áhrifa eldgossins gæti á heilsufar fólks frá því að því lauk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert