Fullmikið í ráðist

Magnús Ragnarsson
Magnús Ragnarsson mbl.is/Jim Smart

„Við erum að fara á markað á árinu, s.s. Skipti, minn aðalvinnustaður. Þannig að það er mikið álag framundan og það var bara mat að þetta væri fullmikið í ráðist; þetta væri of mikið af verkefnum. Það eru þessar persónulegu ástæður,“ segir Magnús Ragnarsson um ástæður þess að hann hefur látið af störfum sem formaður þjóðleikhúsráðs.

Skipti er móðurfélag Símans, þar sem Magnús starfar sem framkvæmdastjóri yfir vörum og markaðssetningu.

Magnús segist hafa tekið ákvörðunina eftir samtal innanhúss en starfið hafi samræmst illa öðrum skyldum í bili. Unnið sé hörðum höndum að fyrirliggjandi verkefni hjá Símanum.

Magnús Ragnarsson lætur af störfum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert