Frímerki gegn umskurn kvenna

Heimvist í Pókot-héraði í Kenía.
Heimvist í Pókot-héraði í Kenía. Ljósmynd/Skúli Svavarsson

Samband íslenskra kristniboðsfélaga fékk tæpar þrjár milljónir króna í fyrra fyrir notuð frímerki, umslög og gamla mynt í árvissri söfnun til styrktrar þróunarverkefnum á sviði skólastarfs í Eþíópíu og Kenía. Söfnunarfé hefur meðal annars verið notað til að byggja heimavist við stúlknaskólann í Pókot-héraði í Kenía.

Í Pókot er hefð fyrir því að stúlkur sem nálgast giftingaraldur, þ.e. 12-15 ára, séu umskornar. Með aukinni menntun og vitund hafna hins vegar fleiri stúlkur limlestingunni og neyðast þá oft til að flýja heimkynni sín. Heimavistin veitir þeim stúlkum öruggt skjól auk tækifæris til menntunar.

Pósturinn er með söfnunarkassa á öllum pósthúsum. „Það eru verðmæti í notuðum frímerkjum og umslögum; komum þeim til skila og munum að margt smátt gerir eitt stórt,“ segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert