Sakar Ásmund um fávisku

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Vilji Ásmundur að því sé hrundið í framkvæmd sem hann hóf máls á verður hann að flytja frumvarp á Alþingi um að breyta lögum í þá veru að unnt sé að gera rannsóknina sem hann nefndi til sögunnar.

Þetta segir Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, á vefsíðunni Evrópuvaktinni í dag þar sem hann fer hörðum orðum um Ásmund Friðriksson, þingmann flokksins, og þau ummæli hans að rannsaka þurfi bakgrunn allra múslima á Íslandi og kanna hvort þeir hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna eða barist í löndum eins og Sýrlandi, Írak og Afganistan. 

Björn segir að telji Ásmundur að íslensk stjórnvöld hafi heimild til að kanna bakgrunn allra múslima á Íslandi sýni það best „fávisku hans“. Þá gagnrýnir hann ennfremur Ríkisútvarpið fyrir að ræða við Ásmund í hádegisfréttum sínum en greina ekki um leið frá því að ekki væri hægt að gera slíka rannsókn að óbreyttum lögum. Engar líkur séu á að Ásmundur eigi eftir að leggja slíkt frumvarp fram á Alþingi.

Þess í stað var spreki kastað á umræður í von um að eldurinn magnist. Hverjum til gagns? Hvers eiga hlustendur að gjalda?

Fréttir mbl.is:

SUS fordæmir ummæli Ásmundar

Spyr um rannsóknir á múslimum á Íslandi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert