Þyrla flytur manninn á sjúkrahús

mynd/Landhelgisgæslan

Þyrla Landhelgisgæslunnar mun flytja vélsleðamann sem slasaðist í Hlíðarfjalli á Sjúkrahúsið á Akureyri. Maðurinn er með meðvitund en slasaðist töluvert.

Björgunarsveitir í Eyjafirði voru kallaðar út kl. 16:12 vegna slyssins, en maðurinn slasaðist í Litlahnjúki, sem er nyrst í Hlíðarfjalli. Þar hafði hann verið í vélsleðaferð ásamt fimm öðrum. 

Þar sem ekki þótti ráðlegt að reyna að flytja hann niður af fjallinu í ökutæki var kallað eftir aðstoð þyrlu Gæslunnar sem flytur manninn til Akureyrar. Þyrlan er væntanleg þegar þetta er skrifað.

Talið er að maðurinn hafi ekið vélsleða sínum á grjót með þeim afleiðingum að hann féll og slasaðist. Hann er ekki í lífshættu.

Búa vélsleðamanninn undir flutning

Vélsleðamaður slasaðist

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert