Gunnar Bragi ávarpaði öryggisráð SÞ

Gunnar Bragi Sveinsson er staddur í New York.
Gunnar Bragi Sveinsson er staddur í New York. mynd/Sameinuðu þjóðirnar

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ávarpaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í New York í dag þar sem fjallað var um ástand mála í Miðausturlöndum.Gunnar sagði að í ljósi átakanna í Sýrlandi og annarra átaka í Miðausturlöndum væri brýnt að leysa deilu Ísraels og Palestínu.

Lagði hann áherslu á að báðir deiluaðilar sýni í verki vilja sinn til að ná sátt á grundvelli tveggja ríkja lausnarinnar og grípi ekki til  aðgerða sem grafi undan því markmiði. Hann gagnrýndi áframhaldandi landtöku ísraelskra stjórnvalda og ítrekaði að landtökubyggðir þeirra séu brot á alþjóðalögum. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Gunnar B ragi lýsti miklum vonbrigðum með að ekki hafi náðst samkomulag innan öryggisráðsins um að settur verði tímarammi fyrir lausn deilunnar og sagði hann brýnt að ráðið hafi meira frumkvæði hvað lausn hennar áhrærir.  

Hann sagði áríðandi að bregðast við þjáningum íbúa Gaza og að herkví svæðisins verði að ljúka. Mikilvægt sé að palestínsk yfirvöld taki ábyrgð á stjórn Gaza og sagði hann að vígaferli sem eigi uppruna sinn þar séu óásættanleg.  

Þá lýsti Gunnar Bragi ánægju með aðild Palestínu að Alþjóðlega sakamáladómstólnum og hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert