Nota seglbúnaðinn til að hlaða rafhlöðurnar

Skonnortan Opal er tveggja mastra seglskip og tekur 60 farþega …
Skonnortan Opal er tveggja mastra seglskip og tekur 60 farþega í dagsferðir. Ljósmynd/Norðursigling

Hvalaskoðunarfyrirtækið Norðursigling á Húsavík vinnur að því að rafmagnsvæða eitt skipa sinna, skonnortuna Opal, þannig að seglbúnaður skipsins verði notaður til að hlaða rafhlöðurnar sem knýja áfram skipið.

„Við erum að þróa alveg nýtt kerfi sem byggist á því að seglin og rafmagnið vinna saman. Ef það er góður vindur getum við notað seglin og skrúfuna til að hlaða rafhlöðurnar. Við ákveðnar aðstæður getum við því framleitt rafmagn,“ segir Árni Sigurbjarnarson, einn eigenda Norðursiglingar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert