Súðavíkurhlíð áfram lokuð

Vegir um Eyrarhlíð og Flateyrarveg hafa verið opnir en þeir loka aftur kl. 19:00 til morguns. Súðavíkurhlíð verður áfram lokuð einnig til morguns að sögn Vegagerðarinnar.

Á Vestfjörðum er reiknað með strekkingi og hríðarmuggu og bætir heldur í vind í kvöld. Á Norðurlandi hvessir aftur um og eftir miðnætti, 12-18 m/s  með snjókomu og skafrenningi. Gengur smámsaman niður framan af morgundeginum, fyrst norðvestantil.

Færð og aðstæður

Hálkublettir eru í Þrengslum en hálka nokkuð víða á Suðurlandi.

Hálka og  hálkublettir eru á flestum vegum á Vesturlandi.

Á Vestfjörðum er lokað um Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Ófært er í Ísafjarðardjúpi og á Steingrímsfjarðarheiði. Hálka eða snjóþekja og skafrenningur er á öðrum leiðum.

Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja og éljagangur og víða éljagangur og skafrenningur.

Á Austurlandi er hálka öllum vegum og einnig með suðausturströndinni.

Siglufjarðarvegur

Vegna óvenju mikils jarðsigs á Siglufjarðarvegi eru vegfarendur beðnir að gæta ýtrustu varúðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert