Tveir lentu í snjóflóði

Ljósmynd/Slysavarnarfélagið Landsbjörg

Snjóflóð féll í hlíðinni fyrir ofan Urðarveg á Ísafirði nú á sjötta tímanum í dag. Tveir menn sem voru á ferð um svæðið lentu í flóðinu og slasaðist annar þeirra, en þó ekki lífshættulega.

Björgunarsveitir frá Ísafirði og Hnífsdal voru kallaðar út sem og sjúkraflutningamenn. Mennirnir voru fluttir á sjúkrahús. Annar maðurinn handleggsbrotnaði og fékk einnig höfuðáverka. Hinn slapp ómeiddur.

Að sögn lögreglunnar á Ísafirði eru mennirnir skíðamenn og voru þeir á göngu upp fjallið þegar snjóflóð fór af stað og lenti á þeim. Þeir festust ekki í flóðinu.

Ekki er talin sérstök snjóflóðahætta í byggð á Ísafirði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert