10 árum eftirá í meðferð Parkinson

Ekkert Parkinson-teymi starfar á taugalækningadeild Landspítalans í Fossvogi, slík teymi annast sjúklinga þar sem sjúkdómurinn er langt genginn og hafa tíðkast á sjúkrahúsum í nágrannalöndunum í 10 ár en meðferðin hefur mikil áhrif á lífsgæði sjúklinga.

Sérfræðingurinn sem sinnti slíkum aðgerðum er nú látinn og þeir Íslendingar sem sérhæfa sig á þessu sviði hafa ekki viljað flytja sig heim. Mannekla er á deildinni og auglýstar voru tvær stöður sérfræðinga fyrir skömmu en enginn sótti um að sögn Björns Loga Þórarinssonar, sérfræðilæknis á deildinni.

Svipaða sögu er að segja af meðferð við blóðtappa í heila sem ekki dugar að meðhöndla með lyfjum. Í slíkum tilvikum er oft hægt að fjarlægja þá með þræðingu en það er ekki hægt með þeim tækjakosti sem til er á spítalanum. Röntgenlæknar sem höfðu sérhæft sig í slíkum aðgerðum hafa nú farið í önnur störf því þyrfti endurmenntun ef ætlunin væri að hefja slíkar meðferðir hérlendis.

Björn gerir ráð fyrir að kostnaðurinn við að uppfæra tækjakost og mennta starfsfólk til að ná sama þjónustustigi og tíðkast í löndunum í kring.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert