Spyr um ferðir forsetans

Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG.
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG. mbl.is/Ómar Óskarsson

Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hefur lagt fram skriflega fyrirspurn á Alþingi til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um ferðir Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands.

Fyrirspurnin er í nokkrum liðum og snýr meðal annars að því hversu marga daga forsetinn hafi verið erlendis frá síðustu forsetakosningum, annars vegar í einkaerindum og hins vegar í embættiserindum. Ennfremur hversu miklir dagpeningar hafi verið greiddir af forsetaembættinu vegna ferðanna og hvert forsetinn hafi farið í opinberum erindagjörðum.

Þá er spurt að því hvort utanríkisráðuneytið hafi verið með í ráðum um embættisferðir forsetans og hvort skrifleg samskipti á milli ráðuneytisins og forsetaembættisins um ferðirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert