Gæti klárast á næstu vikum

Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.
Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur. mbl.is/Árni Sæberg

„Gosið hefur minnkað mikið að undanförnu. Það er ekki alveg tímabært að segja að það sé að fjara út en það er allavega farið að minnka. Þetta hefur jú staðið yfir nokkuð lengi,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, í samtali við mbl.is spurður um stöðu mála varðandi eldgosið í Holuhrauni. 

„Svo má ekki gleyma því að við erum náttúrulega þarna inni á gliðnunarkerfinu og þetta myndi vera kallað glinunarhrina. Þannig að þó þetta lognist út af en lætin hætta ekki í Bárðarbungu þá er partíið ekki búið. Þessar hrinur taka allt frá ári og upp í tíu ár að ganga yfir,“ segir hann. Gosið hafi verið frekar stöðugt í langan tíma þar á undan. „En núna sjáum við mikinn mun frá því fyrir tíu dögum. Þetta gos gæti bara klárast á næstu vikum. En hrinan er ekkert búin.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert