Vínbúð verður opnuð á ný í Grafarvogi

mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Stefnt er að því að opna Vínbúð að nýju í Grafarvogi á næstu mánuðum, en versluninni í Spönginni var lokað fyrir réttum sex árum, í ársbyrjun 2009. Hátt í 20 þúsund manns búa í hverfinu.

Þá segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, að jafnframt sé horft til þess að opna á ný vínbúð í Garðabæ, en þar var lokað í ársbyrjun 2011. Það verði þó ekki á þessu ári.

Aðspurð segir Sigrún Ósk að Spöngin sé helsta verslunarmiðstöð í Grafarvogi og óneitanlega sé einkum horft þangað með leigu á húsnæði í huga, án þess að aðrir staðir sem uppfylla skilyrði séu útilokaðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert