Piparsveinafélagið blótar þorra

Piparsveinafélagið blótar þorra
Piparsveinafélagið blótar þorra mbl.is/Árni Sæberg

Félagar í Piparsveinafélagi Íslands fengu sér þorramat saman í hádeginu í gær og síðdegis komu þeir svo aftur saman við hofið hjá Hrafni Gunnlaugssyni kvikmyndagerðarmanni, þar sem Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði tengdi þá við forna siði.

Fyrrverandi skólabræður í Verslunarskóla Íslands stofnuðu félagið fyrir margt löngu en í því eru líka fyrrverandi MR-ingar og aðrir.

Ólafur B. Schram, talsmaður félagsins, segir að þegar menn komust á giftingaraldur hafi þurft að breyta reglunum og því nægi að það sé einn piparsveinn í félaginu hverju sinni. „Menn hafa fórnað sér í það hlutverk öðru hverju,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert