Sérfræðingur fer yfir niðurstöðurnar

Ólöf Nordal innanríkisráðherra.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra. mbl.is/Golli

Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur falið sérfræðingi við lagadeild Háskóla Íslands að fara yfir niðurstöður umboðsmanns Alþingis um samskipti forvera hennar í embætti, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins.

Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild HÍ, hefur verið fenginn til þess að fara yfir niðurstöður umboðsmanns og þær ábendingar sem þar koma fram varðandi stjórnsýslu innanríkisráðuneytisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert