Ótilgreindir útlendingar sagðir eigendur

Þeir sem taka smálán hjá smálánafyrirtækjunum Hraðpeningar, 1919 eða Múla fá reikning frá fyrirtækinu Neytendalán ehf. sem er nokkurs konar hattur yfir fyrirtækin þrjú.

Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins er áfram fjallað um smálánafyrirtæki. Þar kemur fram að samkvæmt endurskoðuðum ársreikningi Neytendalána ehf. fyrir árið 2013 er félagið í 100% eigu ótilgreindra útlendinga.

Þau svör fengust hjá ársreikningaskrá ríkisskattstjóra að ekki væri leyfilegt að skrá hluthafa með þessum hætti. Skýrt komi fram í lögum að tilgreina beri hvern hluthafa fyrir sig í fylgiskjali með ársreikningi félags og það eigi við hvort sem þeir eru innlendir eða útlendir. Af þessum sökum var ársreikningi Neytendalána fyrir árið 2013 hafnað í gær, en hann hafði áður sloppið í gegn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert