Reyndi að komast undan með glæfraakstri

mbl.is/Hjörtur

Ölvaður ökumaður reyndi að komast undan lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu með glæfraakstri í nótt áður en hann neyddist til að stöðva för sína. Hann neitaði að gefa upp hver hann var við lögreglu og var vistaður í fangageymslu í nótt. Nokkuð var um umferðaróhöpp í nótt.

Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglustöðvar 2 sem sér um Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes. Í öðru skemmdust fjórar bifreiðir mismikið en allar voru þær ökufærar eftir. Minniháttar slys urðu á fólki. Slæmt skyggni, slæm færð og rangt mat ökumanns á vettvangi er talið hafa valdið óhappinu. Í hinu var um ölvaðan og lyfjaðan ökumann að ræða, með minniháttar tjóni.

Til lögreglunnar í Kópavogi og Breiðholti Bifreið var tilkynnt að ekið hefði verið á ljósastaur. Bifreiðin er lítið skemmd og engin slys urðu á fólki. Annarri bifreið var ekið á kyrrstæða bifreið. Lítið tjón varð og engin slys á fólki.

Tilkynnt var um tvö umferðaróhöpp til lögreglunnar í austurborginni. Í báðum málum var ógætilegum akstri ökumanna að kenna að óhöppin urðu. Engin slys á fólki og minniháttar skemmdir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert