Um fimmtíu skjálftar í Bárðarbungu

Frá Bárðarbungu.
Frá Bárðarbungu. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Sterkasti jarðskjálftinn í Bárðarbungu í dag var af stærðinni 4,3 í norðurbrún öskjunnar. Skjálfta- og gosvirknin norðan Vatnajökuls er svipuð og verið hefur. Alls hafa um fimmtíu jarðskjálftar orðið í kringum öskju Bárðarbungu í dag.

Virknin er enn mikil og viðvarandi þótt hún sé minni en verið hefur undanfarnar vikur og mánuði. Aðeins hafa mælst tíu jarðskjálftar í kvikugangi en þeir voru allir minni en 1,5. Um tíu aðrir skjálftar allt að 2,5 að stærð hafa mælst í Tungnafellsjökli, að því er kemur fram í tilkynningu frá jarðskjálftafræðingi Veðurstofunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert