Flugum ekki frestað enn

Miklu óveðri er spáð í New York en engin flug …
Miklu óveðri er spáð í New York en engin flug á vegum Icelandair hafa verið fellt niður. mbl.is/ Júlíus

Engu flugi til og frá New York í dag og á morgun á vegum Icelandair hefur verið frestað enn sem komið er. Eins og mbl.is hefur greint frá er spáð sögulegum stormi á norðurströnd Bandaríkjanna, Á óveðrið að hefjast í New York í dag og ná hápunkti í kvöld og nótt.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að fylgst sé náið með veðri og ákvörðunum bandarískra flugmálayfirvalda. Segir hann að farþegar verði upplýstir um stöðu mála verði einhver breyting á flugáætlunum.

Enn sem komið er eru öll flug Icelandair til New York á áætlun en sem endranær er farþegum bent á að fylgjast vel með þróun mála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert