Hálka á Hellisheiði

Hellisheiðin séð úr vefmyndavél Vegagerðarinnar nú á tólfta tímanum.
Hellisheiðin séð úr vefmyndavél Vegagerðarinnar nú á tólfta tímanum. mynd/Vegagerðin

Það er hálka bæði á Hellisheiði og í Þrengslum og víða er hált á Suðurlandi. Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og á köflum á Suðurnesjum. Kjósarskarð er þungfært.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Hálka og hálkublettir eru á köflum á Vesturlandi, einkum í innsveitum og á heiðum. Enn er flughált á Holtavörðuheiði.

Á Vestfjörðum er víða hálka eða krapi. Flughált er á köflum í Djúpinu og eins á Ströndum og Þröskuldum.

Hálka, hálkublettir eða krapi er á vegum á Norðurlandi, einkum á heiðum og útvegum.

Það er hálka á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og á Austurlandi er hálka inn til landsins en á köflum hálkublettir með ströndinni.

Á Suðausturlandi er sumstaðar nokkur hálka eða krapi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert