Skák og mát í borginni

Borgarstjóri og forseti Skáksambandsins settust að tafli eftir undirritun samnings.
Borgarstjóri og forseti Skáksambandsins settust að tafli eftir undirritun samnings.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur og Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, skrifuðu í dag undir samstarfssamning. Reykjavíkurborg styður Reykjavíkurskákmót næstu ára og leggur einnig til húsnæði fyrir Evrópumót skáklandsliða sem haldið verður í Reykjavík 2015.

Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg, að borgin muni styrkja EM 2015 með endurgjaldslausum afnotum af húsnæði Íþrótta- og sýningarhallarinnar í Laugardal. Mótið hérlendis verði kynning fyrir Reykjavík og muni Skáksamband Íslands kynna borgina sem best í aðdraganda mótsins. Sérstök samstarfsnefnd verður komið á laggirnar vegna þessa viðburðar.

Þá styrkir Reykjavíkurborg árleg Reykjavíkurskákmót til ársins 2017 og nemur heildarfjárhæð stuðningsins tæplega 11,5 milljónum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert