Loðnan seinna á ferðinni

Eftir gloppótta vertíð virtist aðeins skárra hljóð í loðnuskipstjórum í gær. Skipin voru dreifð á miðunum, flest voru vestur af Rauðanúp, önnur vestur af Grímsey og síðan á Bakkaflóa- og Héraðsflóadýpi.

Eftir brælu á mánudag var þokkalegt veður í gær og frést hafði af einhverjum afla á öllum svæðum. Loðnan virtist fara mjög grunnt með landinu í austurátt, en fram til þessa hefur hún ekki verið í þéttum göngum. Svo virðist samt sem talsvert meira sé af loðnu í vetur heldur en var í fyrravetur.

Grétar Rögnvarsson, skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU, sagði að engar tvær loðnuvertíðar væru eins, en vonandi tækist að mæla sem allra mest svo úr yrði góð vertíð. Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri á Berki NK, sagði að loðnan hefði lengi í vetur verið mjög vestarlega og virtist vera seinna á ferðinni en venjulega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert