Barber afhenti trúnaðarbréf sitt

Ólafur Ragnar Grímsson og Robert C. Barber.
Ólafur Ragnar Grímsson og Robert C. Barber. Ljósmynd/Bandaríska sendiráðið

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, fundaði í gær með nýjum sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Robert C. Barber, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Barber var upphaflega tilnefndur í embættið af Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, í október 2013 en öldungadeild Bandaríkjaþings lagði ekki blessun sína yfir skipunin fyrr en í desember á síðasta ári.

„Rætt var um langvarandi og traust samband ríkjanna, söguleg tengsl allt frá miðöldum og landnám Íslendinga í Vesturheimi á 19. öld sem og margvísleg samskipti á sviði viðskipta og varnarsamstarfs á síðari hluta 20. aldar. Þá var einnig fjallað um þær breytingar sem felast í auknu mikilvægi Norðurslóða, væntanlega formennsku Bandaríkjanna í Norðurskautsráðinu og hugmyndir um björgunarmiðstöð á Íslandi sem reist yrði á grundvelli þess samkomulags sem gert var innan Norðurskautsráðsins fyrir nokkrum árum,“ segir á vefsíðu forsetaembættisins.

Ennfremur var rætt um mikilvægi þess að treysta tengsl við einstök ríki Bandaríkjanna eins og Alaska og Maine sem átt hafi í auknu samstarfi við Ísland og efla kynningu á kostum jarðhita í Bandaríkjunum. Ekki síst til húshitunar.

Fréttir mbl.is:

„Sjáumst á Íslandi!“

Samþykkti Barber sem sendiherra

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert