Eins og lítil þorp úti á landi

Salahverfi, horft af Vatnsendahæðinni.
Salahverfi, horft af Vatnsendahæðinni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Salahverfið í Kópavogi og næstu svæði eru eins og lítil þorp úti á landi. Þetta segir íbúi sem hefur átt heima þar frá upphafi byggðarinnar og lætur vel af umhverfi og þjónustu.

Um tólf þúsund manns búa nú í nýju hverfunum í bænum ofan Reykjanesbrautar. Þar hefur mestur vöxtur verið í bæjarfélaginu á undanförnum árum.

Fjallað er um Kópavog í blaðinu í dag, á morgun og síðan á mánudag og þriðjudag í greinaflokknum Heimsókn á höfuðborgarsvæðið. Meðal annars efnis í dag er umfjöllun um íslenskukennslu fyrir börn innflytjenda í bænum og sagt er frá sterkri stöðu kvenna í yfirstjórn menningarmála.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert