150 metra djúpir dalir í stað skriðjökla

Klifurárjökull í sunnanverðum Mýrdalsjökli. Þrívíddarmyndin er gerð með nýjustu leysitækni …
Klifurárjökull í sunnanverðum Mýrdalsjökli. Þrívíddarmyndin er gerð með nýjustu leysitækni eða LIDAR-hæðarmælingu, sem er mun nákvæmari en fyrri aðferðir.

Miklar breytingar hafa orðið á skriðjöklum landsins á síðustu 20-30 árum, en Landmælingar Íslands reyna að halda við grunngögnum, kortum og hæðarlínum skriðjöklanna.

Sem dæmi má nefna að Vatnajökull minnkaði um samtals 83 ferkílómetra á árabilinu 2000-2006 og ný ókortlögð svæði komu í ljós, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Annað dæmi sem Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga, nefnir í samtali við Morgunblaðið er að við sunnanverðan Mýrdalsjökul hafa orðið til 150 metra djúpir dalir sem til skamms tíma voru huldir tungum skriðjökla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka