Vilja að launin verði leiðrétt

Hjúkrunarfræðingar á vakt á hjartadeild Landspítala.
Hjúkrunarfræðingar á vakt á hjartadeild Landspítala. mbl.is/Golli

„Við horfum vissulega til þess sem er að gerast á vinnumarkaðnum og við teljum okkur eiga inni ákveðnar leiðréttingar sem þörf er á.“

Þetta segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í Morgunblaðinu í dag en félagið vinnur að því hörðum höndum þessa dagana að móta kröfur sínar fyrir komandi kjarasamninga.

„Ég er nú í hringerð um landið að kanna hug félagsmanna. Við erum svo sem bara í miðri á með það. Það sem hefur komið þar fram er að hjúkrunarfræðingar krefjast leiðréttingar á launum sínum, það eru mjög skýr skilaboð sem ég hef fengið. Annars erum við ennþá að móta kröfur okkar. Við gefum þó ekki upp neinar tölur fyrr en við erum búin að ræða þetta við okkar viðsemjendur,“ segir hann og bætir við að samningar losni ekki fyrr en 30. apríl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert