Jörð skelfur enn við Bárðarbungu

Map.is kort
Map.is kort Map.is

Á þriðja tug jarðskjálfta hafa mælst við Bárðarbungu síðastliðinn sólarhring og var sá stærsti 4,4 stig á Richter-kvarðanum. Mældist hann laust eftir klukkan átta í morgun. Þá hafa mælst á annan tug skjálfta í kvikuganginum sem liggur frá Bárðarbungu og út í Holuhraun.

Engar stórvægilegar breytingar er að merkja á virkni síðasta sólarhringinn, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. Vel hefur sést til gossins á vefmyndavélum og virðist virknin vera nokkuð stöðug.

Tveir skjálftar mældust nærri Grímsvötnum í morgun og voru báðir rúmlega eitt stig á Richter-kvarðanum. Ekki hefur orðið vart við frekari skjálftavirkni þar.

Bárðarbunga er á sífelldri hreyfingu og stöðugt mælast jarðskjálftar í …
Bárðarbunga er á sífelldri hreyfingu og stöðugt mælast jarðskjálftar í nágrenni hennar. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert