Senegalflúrum slátrað í krapabaði

Stærsta flúrueldisstöð í heiminum er staðsett á Höfnum á Suðurnesjum en það er fiskeldisfyrirtækið Stolt Sea Farm sem rekur stöðina. Nú er framleiðslugetan 500 tonn á ári en stefnt er að því að fjórfalda það magn á næstu fimm árum. Volgur sjór úr Reykjanesvirkjun er forsenda eldisins.

Í gær var fyrstu senegalflúrunum frá stöðinni slátrað til útflutnings en það er gert með því að leggja þær í krapabað eins og sést á meðfylgjandi myndskeiði. Fiskurinn þykir mikið lostæti og fer á markað í Evrópu og í Bandaríkjunum. 

Stefnt er að því að vikulega fari sendingar upp á 12-15 tonn erlendis en jafnframt má búast við því að Íslendingar verði farnir að gæða sér á þessum framandi hlýsjávarfiski áður en langt um líður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert