Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina segja bílastæðavandann óleystan

Fundur um bílastæðamál í Borgartúni í desember á síðasta ári. ...
Fundur um bílastæðamál í Borgartúni í desember á síðasta ári. Bílastæði verða 18 talsins en íbúðirnar allt að 102. Árni Sæberg

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina sátu hjá í atkvæðagreiðslu um breytingu á deiluskipulagi Rauðárholts vegna lóðar nr. 7 við Brautarholt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar á miðvikudag. 

Greidd voru atkvæði um umsókn Félagsstofnunar stúdenta um að íbúðum verði fjölgað í allt að 102 ásamt því að bílastæðum verði fjölgað úr 18 í 19. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur, fulltrúa Bjartar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og fulltrúa vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Torfa Hjartarsonar.

„Óánægja íbúa og fyrirtækja í nágrenninu hefur komið skýrt fram“

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir sátu hjá í atkvæðagreiðslunni og lögðu fram bókun þar sem segir að ekki hafi tekist að skapa sátt um þéttingu byggðar né skapaður samráðsgrundvöllur „sem er forsenda uppbyggingar í eldri hverfum,“ segir í bókun þeirra.

„Óánægja íbúa og fyrirtækja í nágrenninu hefur komið skýrt fram á fyrri stigum þessa máls. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa flutt tillögur í borgarstjórn og í umhverfis og skipulagsráði um að komið verði til móts við ábendingar íbúa til dæmis með stefnu um heildarlausnir í bílastæðamálum. Þessar lausnir hafa ekki verið kynntar fyrir fulltrúum Sjálfstæðisflokksins né ræddar í Umhverfis- og skipulagsráði,“ segir í bókuninni. Þar segir ennfremur að fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiði ekki atkvæði með því að setja framlagða tillögu í auglýsingaferli þar sem þurfi „miklu meira samráð við íbúa og aðra hagsmunaaðila áður en lengra er haldið.“

Bílastæðavandinn ekki verið leystur

Guðfinna Jóhann Guðmundsdóttir, fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina sat einnig hjá við afgreiðsluna og bókaði að hún greiddi ekki atkvæði með tillögunni „þar sem bílastæðavandi í hverfinu samhliða þéttingu byggðar hefur enn ekki verið leystur þrátt fyrir áhyggjur íbúa og hagsmunaðila,“ líkt og segir í bókun Guðfinnu.

mbl.is

Innlent »

Stærri en BF og Viðreisn

11:48 Flokkur fólksins er orðinn stærri en bæði Viðreisn og Björt framtíð samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakannanar MMR á fylgi stjórnmálaflokka. Flokkurinn mælist með 6,1 prósenta fylgi í könnuninni og hækkar mikið frá síðustu könnun þegar flokkurinn mælist með 2,8 prósent. Meira »

„Jafnar sig enginn á svona strax“

11:30 „Það jafnar sig enginn á svona einn, tveir og þrír,“ segir Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótels Reynihliðar á Mývatni, en bruni kom upp í starfsmannahúsi hótelsins í síðustu viku. Nágranni varð eldsins var og varaði starfsmennina við sem sváfu allir fastasvefni. Meira »

Paint mun lifa

11:21 Microsoft hefur ákveðið að halda áfram að bjóða upp á teikniforritið Paint í nýjustu uppfærslu á Windows 10. Fyrirtækið tilkynnti í gær að það hugðist fjarlægja forritið ásamt öðrum forritum. Meira »

Væru rúmar tíu mínútur frá Landeyjahöfn

11:15 Hópurinn Horft til framtíðar hefur sent Jóni Gunnarssyni samgönguráðherra og Hreini Haraldssyni vegamálastjóra lista yfir hentugar ferjur, sem leyst geta Herjólf af þegar hann fer til viðgerðar. Meira »

Áfram malbikað á Suðurlandsvegi

10:56 Opnað hefur verið fyrir alla bílaumferð um Hellisheiði en lokað var fyrir umferð á leið austur fram undir klukkan tíu í morgun vegna malbikunarframkvæmda við hringtorgið í Hveragerði. Meira »

Ljósleiðararúlla féll á manninn

10:55 Maðurinn sem slasaðist í vinnuslysi skammt frá Hrólfstaðahelli og Leirubakka á Suðurlandi á laugardag er ekki í lífshættu. Ljósleiðarakefli féll á manninn með þeim afleiðingum að hann lærbrotnaði. Meira »

„Brútal aðgerð af hálfu ríkisins“

08:50 „Þetta er brútal aðgerð af hálfu ríkisins,“ segir lögmaður Fögrusala um áætlaða friðlýsingu á Jökulsárlóni. Dómsmál sé enn í gangi sem geti leitt til þess að lónið teljist ekki eign ríkisins. Hefti friðlýsingin not á eigninni og teljist forkaupsréttur ríkisins ekki gildur, eigi ríkið von á bótamáli. Meira »

Elín ráðin í starf samráðsfulltrúa

09:20 Landsnet hefur ráðið Elínu Sigríði Óladóttur í starf samráðsfulltrúa þar sem hún mun meðal annars standa að auknu samtali við hagsmunaðila og halda utan um hagsmuna- og verkefnaráð. Meira »

Viðgerðir á gluggunum í Skálholti dýrar

08:18 Ráðast þarf í viðamiklar viðgerðir á steindu gluggunum eftir Gerði Helgadóttur sem prýða Skálholtsdómkirkju, að sögn Jóns Sigurðssonar, formanns verndarsjóðs kirkjunnar, sem Skálholtsfélagið hið nýja stofnaði í fyrra. Meira »

Þingmaður í flóttamannabúðum

07:57 Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, er þessa stundina stödd í Grikklandi á vegum SOS Barnaþorpa þar sem hún mun næstu fjórar vikurnar meðal annars sinna sjálfboðastörfum í þágu flóttabarna sem flúið hafa fylgdarlaus til Evrópu. Meira »

Krúttleg lítil bæjarhátíð á Húsavík

07:37 Hlöðuball með Birgittu Haukdal, hrútasýning, garðatónleikar og Mæruhlaup eru meðal þess sem í boði er á Mærudögum á Húsavík sem haldnir verða 27. til 30. júlí. Meira »

Hellisheiði lokuð á leið austur

07:37 Þeir ökumenn sem eiga leið um Suðurlandsveg geta átt von á töfum vegna framkvæmda. Hellisheiði er nú lokuð fyrir umferð á leið austur og þurfa ökumenn að fara Þrengslaveg. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar átti þeim malbikunarframkvæmdum að vera lokið um klukkan fjögur í nótt. Meira »

Eiga að gefa út ákæru í nauðgunarmáli

07:32 Ríkissaksóknari hefur fellt niður ákvörðun héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákæru í nauðgunarmáli. Brotið átti sér stað í heimahúsi fyrir þremur árum en var ekki kært til lögreglu fyrr en tveimur árum síðar eða síðasta sumar. Meira »

Við stýrið undir áhrifum fíkniefna

06:58 Tveir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Þeir voru báðir látnir lausir eftir blóðtöku. Í bíl annars þeirra sem lögreglan í Kópavogi og Breiðholti stöðvaði fannst einnig lítilræði af ætluðum fíkniefnum. Meira »

Einungis tveir sóttu um stöðuna

05:30 Starf borgarlögmanns var auglýst á dögunum og er umsóknarfrestur runninn út.   Meira »

Skátar skila yfir 2 milljörðum

07:00 „Nú erum við, Bandalag íslenskra skáta, að opna einn umfangsmesta viðburð sem hefur verið haldinn á Íslandi,“ segir Hrönn Pétursdóttir, mótsstjóri World Scout Moot 2017, sem sett verður í Laugardalshöll í dag. Meira »

Varað við hvössum vindhviðum

06:32 Varað er við hvössum vindhviðum undir Eyjafjöllum seint í kvöld. Vindurinn sem verður um 13-18 m/s getur verið varasamur ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Ökumenn sem ferðast með ferðavagna eru beðnir að taka tillit til þess. Meira »

Námsgögn barna verði án endurgjalds

05:30 „Það virðist stefna í að allt eigi að vera ókeypis fyrir alla,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitarfélaga.  Meira »
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...