Langaði aldrei að verða sjúklingur

Ingveldur Geirsdóttir undirgekkst brjóstnám vegna krabbameins á miðri meðgöngu.
Ingveldur Geirsdóttir undirgekkst brjóstnám vegna krabbameins á miðri meðgöngu. KRISTINN INGVARSSON

Ingveldur Geirsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, greindist með illkynja krabbameinsæxli í brjósti síðastliðið haust. Þá gengin fjóra mánuði með sitt annað barn. Hún fór strax í brjóstnám og í framhaldinu í lyfjameðferð við meininu. Meðferðin hefur gengið vel og virðist ekki ætla að skaða barnið sem á að fæðast í lok næsta mánaðar.

Erlendar rannsóknir sýna að óhætt er að setja þungaða konu í lyfjameðferð við krabbameini svo lengi sem meðferðin hefst eftir þriggja mánaða meðgöngu og er stöðvuð í síðasta lagi þremur til fjórum vikum fyrir fæðingu.

„Fyrstu þrír mánuðirnir eru viðkvæmastir fyrir fóstrið. Þá má móðirin alls ekki fara í lyfjameðferð. Að þeim tíma liðnum á það að vera óhætt. Auðvitað velti ég fyrir mér hvort ég ætti að bíða með lyfjameðferðina en læknar töldu ekki þörf á því. Ég treysti læknunum mínum og hef aldrei efast um þeirra dómgreind,“ segir Ingveldur.

Hún segir viðhorfið skipta miklu máli í veikindum sem þessum. „Ég vil halda áfram að lifa lífinu, langaði aldrei að verða sjúklingur. Oft er talað um að fólk sé að berjast við krabbamein en ég lít ekki á þetta sem styrjöld. Bara verkefni, eins og svo margt annað sem við stöndum frammi fyrir í lífinu. Veikindi eru partur af lífinu. Mörgum sem greinast með krabbamein finnst lífið eflaust vera á móti sér og spyrja: Af hverju ég? Það hef ég aldrei gert. Ég spyr frekar: Af hverju ekki ég? Þetta fer á einhvern veg. Það er alveg ljóst. Fari þetta með mann í gröfina verður bara svo að vera.“

Viðtal við Ingveldi Geirsdóttur birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem kemur út að morgni laugardagsins 21. febrúar. Blaðið er borið út til áskrifenda en í verslunum fylgir það með laugardagsblaði Morgunblaðsins. 

Forsíða Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins sem kemur í verslanir og heim til …
Forsíða Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins sem kemur í verslanir og heim til áskrifenda 21.febrúar 2015. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert