Ástand flugvalla úti á landi víða bágborið

Þorkell Ásgeir Jóhannesson, flugstjóri hjá Mýflugi, segir ástand flugbrauta víða …
Þorkell Ásgeir Jóhannesson, flugstjóri hjá Mýflugi, segir ástand flugbrauta víða um land óviðunandi. mbl.is/RAX

Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugstjóri hjá Mýflugi, segir að ástand flugvalla víða um land sé með öllu óboðlegt. Verst sé það á Norðfirði, sem sjúkraflugvél Mýflugs þurfi oft að fljúga til, vegna þess að þar er fjórðungssjúkrahúsið.

Þorkell Ásgeir skrifaði bloggfærslu á Mogga-bloggið hinn 16. febrúar sl. í tilefni þess að Keflavíkurflugvöllur var valinn besti flugvöllur í Evrópu á síðastliðnu ári í viðamikilli þjónustukönnun meðal farþega sem framkvæmd er á helstu flugvöllum um allan heim.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram að Þorkel Ásgeir skrifaði m.a.: „Það er vissulega ástæða til að gleðjast með starfsfólki Isavia yfir þessum glæsilega árangri. En gleði mín takmarkast því miður við þá staðreynd að í starfi mínu sem flugmaður í sjúkraflugi á ég einatt erindi til flestra annarra flugvalla sem Isavia hefur það hlutverk að annast hér á landi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert