Framboð ríflega tvöfaldast

Á annað þúsund íbúðir í miðborginni eru leigðar út af …
Á annað þúsund íbúðir í miðborginni eru leigðar út af einstaklingum til erlendra ferðamanna í gegnum vefsíður. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Framboð gistirýma í Reykjavík og nágrenni á gistivefnum airbnb var 137% meira í janúar en í sama mánuði í fyrra og voru alls 1.300 rými í boði. Aukningin á landinu öllu var 133% og voru gistirýmin alls 1.500.

Samkvæmt upplýsingum frá airbnb.com má ætla að um 30% gistirýma séu herbergi, 70% íbúðir eða hús. Even Heggernes, framkvæmdastjóri airbnb.com á Norðurlöndum, segir hlutfall notenda síðunnar af íbúafjölda á Íslandi mjög hátt eða um 5%. Skv. því eru notendur hér um 17.000.

Slík útleiga er hluti af deilihagkerfi sem er að skjóta hér rótum og segir Þorvarður Sveinsson, sviðsstjóri hjá Vodafone, næstu netbyltingu munu stórauka vöruskipti fólks, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert