Fjöldi lítilla skjálfta í Bárðabungu

Frá Holuhrauni.
Frá Holuhrauni.

Frá því um hádegi í gær  hafa mælst rúmlega 20 jarðskjálftar í Bárðarbungu.
Stærsti skjálftinn mældist 1,9 að stærð kl. 10:19 í morgun.

Í kvikuganginum mældust  rúmlega 30 skjálftar. Sá stærsti var 1,6 að stærð kl. kl. 02:10 í nótt en allir hinir voru minni en 1,2 stig.  Við Herðubreið voru rúmlega 10  skjálftar, allir minni en 1,1 stig og við Öskju um 5 skjálftar og allir undir  stærðinni 1,3.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er fjöldi og stærð skjálftanna svipað því sem verið hefur undanfarna daga og teljast skjálftarnir allir mjög litlir og smáir miðað við það sem áður var. Engann óróa er að sjá en fylgst er vel með gangi mála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert