Útlendingafrumvarp kynnt næsta haust

Hælisleitendur mótmæla við Alþingi.
Hælisleitendur mótmæla við Alþingi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Áætlað er að heildarendurskoðun á málefnum útlendinga fari úr þverpólitískri nefnd um málefnið á næsta haustþingi.

Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem á sæti í nefndinni, segir málefni hælisleitenda vera einkar viðkvæm og að helstu hagsmunir samfélagsins snúi að því að afgreiðsla málanna taki stuttan tíma.

Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins sem hefur meðal annars sinnt málsvarahlutverki og réttindagæslu hælisleitenda á Íslandi, telur mikilvægt að taka út ákvæði um refsingar ef fólk kemur til landsins á fölsuðum skilríkjum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert