Ekki bara lúðar í tölvunarfræði

Skjáskot úr myndbandinu

„Hugmyndin með myndbandinu er að brjóta niður staðalímyndir tölvunarfræðinga og hvetja stelpur til að læra tölvunarfræði,“ segir Ingi­björg Ósk Jóns­dótt­ir, formaður /sys/​tra, fé­lags kvenna inn­an tölv­un­ar­fræðideild­ar Há­skól­ans í Reykja­vík, um myndband sem félagið sýndi á háskóladeginum á laugardag.

Ingibjörg segir /sys/tur hafa viljað sýna fólki að þær eru jafn mismunandi og þær eru margar í deildinni, og hvað námið er fjölbreytt og skemmtilegt. „Við höldum að fólk sé með einhverja staðalímynd í hausnum um það hvernig tölvunarfræðingar eru og okkur langaði að sýna að við erum mjög mismunandi. Það er þó ein sem spilar tölvuleik í myndbandinu svo við erum líka þessar staðalímyndir.“

Mikilvægt að brjóta niður staðalímyndir

Félagið hefur starfað innan skólans síðustu tvö ár, en á þeim tíma hefur hlutfall kvenna sem sækja um tölvunarfræði hækkað um 5%. „Við höldum því að við séum að gera eitthvað gagn,“ segir Ingibjörg, en á sama tíma hefur almenn aðsókn í tölvunarfræði aukist gríðarlega mikið. „Ef við viljum hækka hlutfall kvenna í þessum bransa þá borgar sig að vera sýnileg í fjölmiðlum og samfélaginu svo fólk hugsi að þetta sé eðlilegt.“

Ingibjörg segir mikilvægt að staðalmyndirnar séu brotnar niður. „Ég sjálf var í heilbrigðisverkfræði og hélt að tölvunarfræðingar væru bara lúðar, það væru bara karlmenn í þessu og þetta væri ekkert fyrir stelpur. Ég lærði svo að forrita á fyrstu önninni og fattaði þá að þetta var algjörlega fyrir mig og skipti.

Allt frá dansi yfir í bogfimi og tölvuleiki

Í myndbandinu sjást nokkrir meðlimir /sys/tra sinna áhugamálum sínum, sem eru jafn misjöfn og þau eru mörg; allt frá hljóðfæraleik og dansi yfir í bogfimi og tölvuleiki. Þá eru einnig sýnd mismunandi verkefni sem þær sinna í skólanum. „Það er til dæmis ein á bókasafninu, nokkrar að forrita, sumar dæmatímakennarar og einhverjar að kenna hjá Skema. Við vildum tengja þetta allt við skólann líka,“ útskýrir Ingibjörg.

Ingibjörg leikstýrði myndbandinu, en Árni Freyr Haraldsson, kærasti hennar, tók það upp. „Kærastinn minn var í Kvikmyndaskólanum svo ég ákvað að misnota það,“ segir hún og hlær. „Við funduðum og ákváðum alveg hvernig við vildum hafa þetta og svo var þetta bara samvinna á milli okkar og hans. Það var mjög gaman að geta fengið að ráða þessu alveg sjálfar.

„Ég vil vera alveg eins og hún“

Ingibjörg segir /sys/tur hafa skrifað margar greinar undanfarið, en markhópur þeirra bíti ekki endilega á þær. Því hafi þær hugsað að myndband myndi heldur grípa fólk. Hún segir viðbrögðin ekki hafa látið á sér standa og ýmsir hafi sýnt mikinn áhuga á náminu. Þá segir hún myndbandið hafa verið styrkt af LS retail, en þær vinni nú að verkefni fyrir fyrirtækið, sem hafi styrkt þær - og ákváðu þær að nota styrkinn í myndbandið. 

„Ég ímynda mér að fólk horfi á myndbandið og hugsi: „Ég vil vera alveg eins og hún,“ eða „Hey, þessi er alveg eins og ég“ og fari þá að velta fyrir sér hvort tölvunarfræði sé eitthvað fyrir sig,“ segir Ingibjörg að lokum.

Face­book-síða /sys/​tra

mbl.is

Innlent »

Holtavörðuheiði og fleiri vegum lokað

17:25 Lögreglan á Norðurlandi vestra vekur athygli á vernandi færð á Facebook-síðu sinni en af þeim sökum er til að mynda Holtavörði heiði lokuð og skilyrði víða annars staðar í umdæminu slæm. Meira »

Ræða kynferðisofbeldi í pólitíkinni

16:54 Tæplega sex hundruð konur hafa skráð sig í hóp á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem umræður fara fram um kynferðisáreiti og annað kynferðisofbeldi sem konur hafi orðið fyrir í íslenskum stjórnmálum í gegnum tíðina. Meira »

Þjóðveginum um Öræfasveit lokað

16:53 Þjóðvegi 1 um Öræfasveit hefur verið lokað vegna veðurs en lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hvasst er víða á landinu en áður hafði verið greint frá lokun vega á Vestfjörðum. Meira »

Íslenski hesturinn nýtur sín í nýju myndbandi

16:41 „Aðalmarkmiðið er að kynna íslenska hestinn og sýna hvers fjölhæfur hann er. Hann er vinalegur, kraftmikill, ævintýragjarn og fyrir alla,“ segir Þórdís Anna Gylfadóttir verkefnastjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu um kynningarmyndband Horses of Iceland sem var frumsýnt í dag. Meira »

Flateyrarvegi lokað – víða ófært

16:15 Snjóflóð féll á Flateyrarveg, nokkru fyrir innan Flateyri, fyrir rúmlega klukkustund. Veginum hefur verið lokað en auk þess er vegurinn um Súðavíkurhlíð enn lokaður. Meira »

Björg leiðir starfshóp um persónuvernd

16:06 Starfshópur hefur verið skipaður til að aðstoða Björgu Thorarensen, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands og formann Persónuverndar, við að innleiða reglugerð um breytta persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins. Meira »

Keyrði á stelpu og lét sig hverfa

15:06 „Frekar mikið sjokkerandi að fá símtal frá barninu sínu að það hafi verið keyrt á það á meðan það gekk yfir gangbraut, sérstaklega þegar mamma og pabbi eru langt í burtu.“ Þannig hefjast skrif Ingibjargar Elínar Halldórsdóttur á Facebook en í gær var keyrt á dóttur hennar þar sem hún var að ganga yfir gangbraut. Meira »

Segir sjálfstæðismenn í vandræðum

15:32 Björn Valur Gíslason, fyrrverandi varaformaður Vinstri grænna, segir að sjálfstæðismenn séu í miklum vandræðum með ráðherraval í viðræðunum um stjórnarmyndun sem nú standa yfir. Meira »

Fjölmiðlaskýrsla væntanleg fyrir áramót

14:40 Stefnt er á að skila skýrslu með tillögum um bætt rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla fyrir áramót. Að sögn Björgvins Guðmundssonar, formanns fimm manna nefndar sem annast skýrslugerðina, liggja tillögur nefndarinnar fyrir en ekki er búið að ganga frá skýrslunni. Meira »

Tveir skjálftar upp á 3,9 stig

14:07 Tveir jarðskjálftar urðu norðaustur af Bárðarbungu í Vatnajökli nú rétt fyrir klukkan tvö eftir hádegi. Mældust þeir báðir 3,9 stig. Meira »

„Ótrúlegur spuni“ í kringum kaupin

13:32 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir kaup Orkuveitunnar á höfuðstöðvum sínum mjög furðuleg og kostnaðarsöm fyrir fyrirtækið og þar af leiðandi eigendur hennar, almenning í Reykjavík og öðrum eigendasveitarfélögum. Meira »

Styttist óðum í desemberuppbótina

13:09 Nú styttist í að desemberuppbót fyrir árið 2017 verði greidd út. Í öllum kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins er full desemberuppbót 86.000 kr. og skal vinnuveitandi greiða uppbótina eigi síðar en 15. desember. Meira »

Reiðubúnir að rýma þurfi þess

12:40 Neyðarrýmingaráætlun vegna Öræfajökulssvæðisins, sem hægt verður að grípa til ef á þarf að halda, er tilbúin en eftir er að kynna það fyrir viðbragðsaðilum. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavörnum, í samtali við mbl.is. Meira »

Búið að loka Víkurskarði vegna veðurs

12:20 Vegagerðin hefur lokað veginum um Víkurskarð vegna stórhríðar, en áður hafði verið tilkynnt að vegum um Mývatns- og Möðrudalsöræfi væri lokað af sömu ástæðum. Þá var Siglufjarðarvegi og veginum um Súðavíkurhlíð einnig lokað í morgun vegna snjóflóðahættu. Meira »

Á sjúkrahús eftir hálkuslys við Geysi

11:25 Tveir erlendir ferðamenn voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa dottið í hálku við Geysi í Haukadal í gær. Valdimar Kristjánsson, yfirlandvörður á svæðinu, segir að sem betur fer sé það ekki daglegt brauð að sjúkrabílar komi og nái í slasaða ferðamenn. Meira »

Deilan send til sáttasemjara á ný

12:26 Dómur Félagsdóms frá því í gær, um að verkfallsboðun Flugfreyjufélags Íslands á hendur lettneska flugfélaginu Primera Air Nordic hafi verið ólögmæt, felur aðeins í sér tímabundna töf á vinnudeilunni. Meira »

Kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu

11:40 Oktavía Hrund Jónsdóttir var kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu á fundi sem haldinn var í Prag um helgina.  Meira »

76 verkefni valin í íbúakosningum

11:14 Nú hefur verið kosið í verkefninu Hverfið mitt í Reykjavíkurborg. Kosið var um framkvæmdir í hverfum borgarinnar og alls voru 450 milljónir til ráðstöfunar og fara þessar 450 milljónir í 76 verkefni á næsta ári. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
R108 Rúmgóð, falleg 3 herb. m.húsgögnum
Rúmgóð og falleg 3 herbergja íbúð í Stóragerði til leigu frá janúar 2018. Leigis...
Allt þetta fólk Þormóðsslysið 18.2. 1943
Þormóðsslysið var hræðilegt áfall og hafði mikil áhrif á Bíldudal og nærsveitir....
 
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...