„Jón Baldvin ekki orðinn andvígur aðild að ESB“

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segist ekki hafa túlkað orð Jóns Baldvins Hannibalssonar í sjónvarpsþættinum Eyjunni á dögunum sem svo að Jón Baldvin væri orðinn afhuga aðild að sambandinu. Hann segir ESB vissulega glíma við erfið vandamál en telur ekki að það sé í tilvistarkrísu.

Í þættinum talaði Jón Baldvin um að Ísland væri ekkert á leið inn í Evrópusambandið og gagnrýndi „niðurskurðarpólitíkina“ sem sambandið hefði þvingað upp á aðildarríki á borð við Grikkland til að takast á við skuldavanda þjóðarinnar. Orð Jón Baldvins vöktu mikla athygli enda setti hann Evrópumálin fyrst á dagskrá hjá Alþýðuflokknum sáluga í formannstíð sinni. 

mbl.is ræddi við Árna Pál í dag m.a. um orð Jóns Baldvins en Samfylkingin hefur aðild að Evrópusambandinu á stefnuskrá sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert