Reyna að komast í heimsmetabókina

mbl.is

Á morgun, laugardag, klukkan 9:00 munu nokkrir hópar Íslendinga taka þátt í alþjóðlegri tilraun til að slá heimsmet og komast með því í Heimsmetabók Guinness. Hóparnir verða dreifðir um landið, en búast má við að einn af þeim stærri æfi saman í Sporthúsinu í Reykjanesbæ. Áformað er að nokkrir tugir í það minnsta taki þátt. Íslensku hóparnir munu taka þátt í styrktar- og þolþjálfun (High Impact Interval Training). Hópar um allan heim munu hefja leik klukkan 9:00 að staðartíma í hverju landi.

Tilraunin er skipulögð af Herbalife. Til að ná því markmiði að slá heimsmetið verður Herbalife að sýna fram á að fleiri en 1.045 hafi gert sömu æfingarnar á sama tíma.. Þeir sem vilja taka þátt í tilrauninni geta skráð nýja hópa á www.worldrecordworkout.com og taka bæði ljósmyndir og myndskeið af æfingunum til að staðfesta fjölda þátttakenda. Þeir sem vilja taka þátt í æfingum þurfa að finna hóp í nágrenni við sig til að æfa með.

Guðbjörg Jónsdóttir hjá Herbalife skipuleggur íslenskan hóp í Reykjanesbæ ásamt Agli Vignissyni. Guðbjörg telur að þátttaka í þessari skemmtilegu tilraun til að slá heimsmet fari vel saman við markmið hennar um að vekja athygli á mikilvægi bættrar heilsu.

„Með heimsmetatilrauninni gefst frábært tækifæri til að sýna fram á hversu öflug við getum verið ef við tökum okkur saman, setjum okkur markmið og vinnum markvisst að þeim,“ segir Guðbjörg í fréttatilkynningu.

Æfingin sem allir þátttakendurnir munu taka þátt í er skipulögð af Samantha Clayton. Hún er fyrrum ólympíufari og starfar nú sem framkvæmdastjóri heilsu og menntunar hjá Herbalife. Hægt er að fylgjast með æfingunni í beinni útsendingu á vefsíðu sem sett hefur verið upp sérstaklega fyrir þennan atburð á slóðinni www.worldrecordworkout.com. Þar geta líka þeir sem vilja taka þátt og setja saman sinn eigin hóp og taka þátt í æfingunni skráð sig og hópinn.

Að auki eru allir sem vilja taka þátt í því að reyna að komast í Heimsmetabók Guinness boðnir velkomnir í Sporthúsið í Reykjanesbæ, Flugvallarvegi 701, á morgun, laugardaginn 7. mars klukkan 9:00. Sport­húsið í Reykja­nes­bæ, Flug­vall­ar­vegi 701, á morg­un, laug­ar­dag­inn 7. mars klukk­an 9:00 eða á aðra staði þar sem íslensku hóparnir ætla að æfa. Nánari upplýsingar veita Herbalife-leiðbeinendur um allt land.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert