Ólöf sagði sig úr bankaráði SÍ í desember

Ólöf Nordal innanríkisráðherra.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra. mbl.is/Golli

Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagði sig úr bankaráði Seðlabanka Íslands með bréfi dagsettu 8. desember 2014. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá forseta Alþingis.

Í bréfi innanríkisráðherra frá 8. des. sl. segir m.a.:

„Hinn 5. júlí 2013 var ég skipuð í bankaráð Seðlabanka Íslands í samræmi við 26. gr. laga nr. 36/2001.

Vegna skipunnar minnar í embætti innanríkisráðherra segi ég mig hér með úr bankaráði Seðlabanka  Íslands.

Í samræmi við ákvæði 26. gr. tekur varamaður sæti mitt þar til Alþingi hefur kosið nýjan aðalmann til loka kjörtímabils bankaráðsins.“

Á fréttavef Hringbrautar í gær var greint frá því að Ólöf væri enn skráð formaður bankaráðs, rúmum þremur mánuðum eftir að hún settist í ráðherrastól. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert