„Ekki kúvending á utanríkisstefnu“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það hafa verið augljóst eftir síðustu kosningar að ríkisstjórnarflokkarnir vildu ekki að Ísland gengi inn í ESB. Þetta segir Bjarni í Kastljósi í kvöld.

Spyrill Kastljóssins spurði Bjarna hvers vegna það sé ekki Alþingis að ljúka málinu. „Síðasta ríkisstjórn stöðvaði viðræðurnar við ESB í ársbyrjun 2013 eftir erfitt kjörtímabil og við þessu búi tók ný ríkisstjórn með skýra stefnu um að ganga ekki inn í ESB. Flokkarnir sem vildu inn í ESB guldu afhroð. Það var því augljóst að ríkisstjórnarflokkarnir vildu ekki að Ísland gengi inn í ESB,“ segir Bjarni.

Hann segist hafa opnað á þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir síðustu kosningar. „Það er sérstök skylda á ríkisstjórn að ef á að kúvenda eða breyta utanríkisstefnu að leggja það fyrir þingið. Við byggjum hins vegar okkar utanríkisstefnu á EES-samningnum og við ætlum ekki að breyta því. Það er ekki stefna Alþingis að ganga inn í Evrópusambandið,“ bætir Bjarni við.

Segir hann þá þingsályktunartillöguna sem samþykkt var í tíð síðustu ríkisstjórnar hafa verið fulla af fyrirvörum.

Í lagi að halda ekki áfram en ekki í lagi að spilla ferlinu

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að flokkurinn hafi ekki gert ágreining úr því að ný ríkisstjórn hafi ekki haldið áfram með umsóknarferlið. „Við höfum hins vegar ekki viljað fallast á að umsóknin verði dregin tilbaka og ferlinu spillt,“ segir Árni Páll.

„Ríkisstjórnin reyndi að koma stefnubreytingu í gegnum þingið í fyrra en það tókst ekki. Hún boðaði málið á nýjan leik en ekki var staðið við það. Þetta er fordæmalaus tilraun til þess að telja Evrópusambandinu trú um að nú sé búið að draga umsóknina tilbaka. Ég hitti Bjarna í morgun og hann nefndi þetta ekki einu orði. Þetta er léleg framganga í lýðræðisríki,“ segir Árni Páll og bætir við: 

„Þessi ákvörðun er niðurstaða í kaffispjalli nokkurra manna um að þeir vilji ekki ganga í ESB. Þetta hefur ekkert að gera með umsóknina. Þingið veitti umsókninni umboð, en þingið hefur ekki veitt umboð til þess að draga hana tilbaka.“

Þingið aldrei ályktað um að Ísland gangi í ESB

Bjarni sagði þingið aldrei hafa ákveðið að Ísland ætti að ganga inn í ESB. Varðandi það hvort ekki sé rétt að þingið taki ákvörðun sem þessa, segir hann ríkisstjórnina sitja með stuðningi þingsins, að hér ríki þingræði.

„Það sjá allir hvaða skrípaleikur og hrossakaup voru í gangi á síðasta kjörtímabili. Það er ekki hægt að túlka niðurstöðu kosninganna öðruvísi en að þeir sem vildu inn í ESB fengu ekki áheyrn hjá þjóðinni. Ríkisstjórnin er að fara að vilja þjóðarinnar. við getum ekki búið við millibilsástand í utanríkismálum. ESB hefur kallað eftir þessu og eðlilegt að við verðum við því og Ísland er því ekki lengur skilgreint sem umsóknarríki. 

Árni Páll segir Bjarna hafa lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna fyrir síðustu kosningar. „Það var skuldbinding sem gefin var í aðdraganda síðustu kosninga, og ESB-málið var því ekki mál í síðustu kosningum. Eftir stendur þá núna að með miklum loftfimleikum sé flokkurinn að koma sér undan fyrirheitunum um að leggja þetta fyrir þingið. Þeir reyna að breyta staðreyndum um umsóknina með nýrri tegund af ályktun.“

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Innlent »

38% kjósa Miðflokkinn í stað Framsóknar

12:38 Alls ætla 38% þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn í alþingiskosningunum í fyrra að kjósa Miðflokkinn um næstu helgi. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýjustu skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Meira »

Biðjast afsökunar á notkun Sólfarsins

12:02 Flokkur fólksins hefur beðist afsökunar á notkun á listaverkinu Sólfarinu eftir Jón Gunnar Árnason á haustþingi flokksins. Í bréfi sem undirritað er af formanninum Ingu Sæland segir að ljósmyndin sem sýni sólarlag við Sundin í Reykjavík með listaverkið í forgrunni hafi verið notuð í góðri trú. Meira »

„Boltinn er hjá Air Berlin“

11:12 „Staðan er óbreytt, vélin er ennþá á Keflavíkurflugvelli og við bíðum eftir að heyra frá Air Berlin,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia í samtali við mbl.is. Meira »

Reglur í endurskoðun og horft til Uber

11:10 Nýr starfshópur hefur verið skipaður af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að endurskoða regluverk um leigubifreiðaakstur. „Markmið verkefnisins er að leigubifreiðaakstur hér á landi stuðli að góðu aðgengi og hagkvæmri, skilvirkri og öruggri leigubifreiðaþjónustu fyrir neytendur.“ Meira »

Mary og Sunday komin með dvalarleyfi

11:10 Nígerísku hjónin Sunday Iserien og Joy Lucky og dóttir þeirra Mary eru komin með dvalarleyfi hér á landi. Þetta staðfestir Guðmundur Karl Karlsson vinur fjölskyldunnar.„Sunday var að hringja í mig alveg í skýjunum til að segja mér fréttirnar,“ segir hann. „Hann fór í morgun og fékk þessa niðurstöðu“ Meira »

Kosið á einum stað í Reykjanesbæ

10:57 Kjósendur í Reykjanesbæ munu greiða atkvæði á nýjum kjörstað, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, í alþingiskosningunum um næstu helgi. Meira »

Helmingur fyrirtækja stundar nýsköpun

10:21 Helmingur fyrirtækja á Íslandi, sem eru með 10 starfsmenn eða fleiri, leggur stund á nýsköpun. Þetta er niðurstaða mælinga Hagstofunnar sem nær til áranna 2014-2016, en með nýsköpun er þar vísað til þess að fyrirtækin setji nýjar vörur eða þjónustu á markað, eða innleiði nýja verkferla. Meira »

Fjölskyldan frá Gana fær dvalarleyfi

10:41 Fjölskyldan frá Gana, móðirin Mercy Ky­eremeh og drengir henn­ar þrír, Godw­in fimm ára, Emm­anu­ele fjög­urra ára og ný­fætt barn hennar, fengu í dag dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Þetta er mikið gleðiefni,“ segir Magnús Davíð Norðdahl hdl. lögmaður fjölskyldunnar. Meira »

Stal 18 þúsund króna kampavínsflösku

10:14 Karlmaður á þrítugsaldri var staðinn að því um helgina að stela kampavínsflösku á skemmtistað í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu kostaði flaskan átján þúsund krónur. Meira »

Stefna í loftslagsmálum hefur áhrif á flokkaval

10:03 Stefna stjórnmálaflokka í náttúruvernd og loftslagsmálum skiptir miklu við val á flokki samkvæmt nýrri könnun sem Gallup vann fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. Töldu tveir þriðju aðspurðra stefnu flokkanna varðandi þessa tvo málaflokka skipta miklu máli. Meira »

Þriðjungur þingheims nýtt fólk

09:51 21 nýr þingmaður mun taka sæti á Alþingi eftir kosningar, samkvæmt nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar. Þar af eru nokkur kunnugleg andlit sem áður hafa sést í þingsölum. Meðal nýju-gömlu þingmannanna eru Ásmundur Einar Daðason, Willum Þór Þórsson, Helgi Hrafn Gunnarsson og Ágúst Ólafur Ágústsson. Meira »

RÚV dró upp „kolranga mynd“

09:10 Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Ríkissjónvarpið hafi dregið upp kolranga mynd af þeim atburðum sem áttu sér stað eftir hrun í umfjöllun sinni á laugardagskvöld um samskipti Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við Glitni fyrir og eftir hrun. Meira »

Glitnir höfðar staðfestingarmál

08:49 Glitnir HoldCo ehf. höfðar í dag staðfestingarmál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna lögbannsins sem sett var á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media af viðskiptavinum Glitnis. Þetta staðfestir Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnir HoldCo, í samtali við mbl.is. Meira »

Þurfa nýja augasteina eftir Flórídana-tappann

08:08 Að minnsta kosti tveir þeirra sem slösuðust er plasttappi af Flórídana-ávaxtasafaflösku þeyttist framan í þá af miklum krafti þurfa að gangast undir aðgerð og fá nýja augasteina. Mikill þrýstingur myndaðist í flöskunum og olli því tapparnir þeyttust af þeim af miklum krafti þegar þær voru opnaðar. Meira »

Gagnrýndi Trump í þakkarræðu

07:57 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, tók í síðustu viku á móti æðstu viðurkenningu Bandarísku erfðafræðisamtakanna, ASHG. Verðlaunin eru kennd við William Allan og hafa verið veitt árlega síðan 1961. Þau eru veitt fyrir framúrskarandi framlag til erfðavísindanna og þykir mikill heiður að hljóta þau. Meira »

Víkingaveröld í Mosfellsdal

08:18 Nýtt deiliskipulag fyrir Langahrygg í Mosfellsdal er í kynningu þessa dagana. „Hugmyndin gengur út á að reisa einskonar „víkingaveröld“ sem gæfi innsýn í það umhverfi sem menn bjuggu við á þjóðveldisöld (11. og 12. öld).“ Meira »

Stjórnmálin verða að breytast

08:00 Helgi Hrafn Gunnarsson, oddviti Pírata í Reykjavík norður, segir kosningarnar í haust snúast um traust til stjórnmálanna sjálfra. Við, sem þjóð, þurfum stjórnmálamenn sem vilji breyta regluverkinu sjálfu svo að traustið verði verðskuldað. Meira »

Málefni flokka á landsvísu ráða mestu

07:37 Málefni flokksins á landsvísu ræður mestu um það hvaða flokkur fær atkvæði í alþingiskosningunum, samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
 
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...