Enn ein lægðin að koma

mbl.is/Eggert

Veðurstofan vekur athygli á því að í kvöld mun hvessa mikið syðst á landinu með éljum, en búast má við mjög lélegu skyggni í kjölfarið. Eins er að koma enn ein lægðin upp að landinu á morgun, en hún er hlýrri en þær sem komið hafa að undanförnu og fylgir henni talsvert vatnsveður um landið sunnanvert.

Spáin er svohljóðandi:

Suðaustan 8-15 m/s og skýjað að mestu, en 10-18 og slydda eða rigning á Suðurlandi. Hægari vestanlands og dálítil snjókoma eða slydda þar fram eftir degi. Hiti í kringum frostmark. Suðaustan 13-20 og talsverð rigning suðaustantil síðdegis. Vestan 13-23 seint í kvöld, hvassast syðst og él. Hlýnar heldur í veðri í bili. Lægir í nótt, en vaxandi suðaustanátt á morgun, 18-25 sunnan- og vestantil síðdegis. Hægari norðan- og austanlands. Slydda og síðar rigning, en þurrt um landið norðaustan- og austanvert. Hlýnar talsvert seinni partinn.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert