Merki hættulegar holur á vegum

Víða um borgina má sjá götuskemmdir líkar þessum holum á …
Víða um borgina má sjá götuskemmdir líkar þessum holum á Flókagötu. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun á borgarráðsfundi í gær um að teknar yrðu upp merkingar til bráðabirgða á götum Reykjavíkur til að vara við hættulegum holum vítt og breitt um borgina.

Þá verði strax gripið til þessara ráðstafana því eignatjón sé orðið mikið nú þegar.

Í Morgunblaðinu í dag segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, útfærsluatriði hvernig merkja eigi holurnar, en t.d. sé hægt að setja upp skilti, keilur eða mála í kringum þær til að vekja athygli á þeim. Aðalatriðið sé að ökumenn sjái þær í tækri tíð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert