Jóhanna Ruth sigurvegari Samfés

Jóhanna Ruth Luna Jose, sigurvegari Söngkeppni Samfés árið 2015. Hún …
Jóhanna Ruth Luna Jose, sigurvegari Söngkeppni Samfés árið 2015. Hún var fulltrúi félagsmiðstöðvarinnar Fjörheimar í Reykjanesbæ. Mynd/Samfés

Jóhanna Ruth Luna Jose, úr félagsmiðstöðinni Fjörheimum í Reykjanesbæ, sigraði í Söngkeppni Samfés sem fór fram í Laugardalshöll í dag. Jóhanna Ruth söng lagið Girl on Fire með Aliciu Keys.

Í öðru sæti lenti Símon Orri Jóhannsson úr Arnardal með óperuna La donna e mobile. Í því þriðja varð Levi Didriksen úr félagsmiðstöðinni Hundrað&ellefu en hann flutti lagið Titanium.

Félagsmiðstöðin Laugó fékk sérstök verðlaun fyrir frumlegasta atriðið en söngkonurnar Ragnheiður Ingunn og Bríet Ísis fluttu frumsamið lag, Sólskin.

Söngkeppnin er hluti af SamFestingnum sem er gríðarstór unglingaskemmtun. Rúmlega 2.200 áhorfendur fylgdust með keppninni í ár en í gær voru 4.300 unglingar á tónleikum í Laugardalshöllinni, þar sem þeir fylgdust með mörgum af helstu hljómsveitum landsins skemmta. 

Sjá frétt mbl.is: 4300 unglingar skemmtu sér

Mynd/Samfés
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert