Fjögur ár frá upphafi stríðsins

Á myndinni eru þau Alyssa Herdís T. Laguna, Ari Oddsson, …
Á myndinni eru þau Alyssa Herdís T. Laguna, Ari Oddsson, Jóel Saavedra Agnarsson og Freyja Björk Elvarsdóttir sem eru öll fædd á þessum degi, 15. mars, sama dag og stríðið í Sýrlandi braust út. Ljósmynd/Unicef

Þau Alyssa Herdís T. Laguna, Ari Oddsson, Jóel Saavedra Agnarsson og Freyja Björk Elvarsdóttir eru öll fædd á þessum degi, 15. mars, árið 2011. Það er sami dagur og sama ár og stríðið í Sýrlandi braust út.

Krakkarnir komu við á skrifstofu UNICEF og lýstu yfir stuðningi við börn í Sýrlandi sem nú eiga um sárt að binda eftir fjögurra ára stríðsátök í landinu. Í tilkynningu frá UNICEF segir að öll börn eigi rétt á menntun og að fá að rækta og þroska hæfileika sína. Þau eigi að hafa sömu tækifæri fyrir framtíðina, óháð því hvar þau kunna að hafa fæðst.

Neyðarsöfnun UNICEF og Fatimusjóðsins í þágu menntunar sýrlenskra barna er enn í fullum gangi. Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að senda sms-ið BARN í númerið 1900 (1.490 krónur) og gefa þannig sýrlensku flóttabarni pakka af skólagögnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert